Alvarlegt umferðarslys á Hellisheiði

Alvarlegt umferðarslys varð á Hellisheiði snemma í morgun þegar ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu og lenti utan vegar.

Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en talið er að hann sé alvarlega slasaður.

Tildrög slyssins eru ókunn en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi.
Fyrri greinGrýlupottahlaup 1/2014 – Úrslit
Næsta greinFlóamenn hlaupa undan vindi