Alvarlegt slys í Flóanum

Suðurlandsvegur er lokaður í Flóahreppi vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð á milli Þingborgar og Kjartansstaða klukkan rúmlega fimm í dag.

Þar lentu sendiferðabíll og vörubíll í hörðum árekstri og var ökumaður sendiferðabílsins fluttur með forgangsakstri í sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Vegurinn verður lokaður áfram og er umferð beint um Villingaholtsveg og Urriðafossveg. Umferðartafir eru á hjáleiðinni vegna stórra ökutækja og eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi.

Fyrri greinNöfn stúlknanna sem létust
Næsta greinBanaslys í Flóahreppi