Alvarlegt slys á Fjallabaksleið syðri

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna al­var­legs mótor­hjóla­slyss á Fjalla­bak­sleið syðri.

mbl.is greinir frá þessu.

Vegurinn á Fjallabaksleið syðri er í slæmu ástandi og þurftu lögregla og sjúkraflutningamenn aðstoð björgunarsveitar til þess að komast á vettvang slyssins.

Þyrlan flutti hinn slasaða á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar.

Fyrri greinKFR upp í 4. deildina
Næsta greinEva og Björgey afgreiddu ÍH