Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna alvarlegs mótorhjólaslyss á Fjallabaksleið syðri.
mbl.is greinir frá þessu.
Vegurinn á Fjallabaksleið syðri er í slæmu ástandi og þurftu lögregla og sjúkraflutningamenn aðstoð björgunarsveitar til þess að komast á vettvang slyssins.
Þyrlan flutti hinn slasaða á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar.

