Ráðist var á 18 ára gamlan fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær. Fleiri en einn áttu aðild að árásinni og var fanginn fluttur á sjúkrahús í kjölfarið.
Vísir greindi fyrst frá málinu.
Í samtali við mbl.is segir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Selfossi, að árásin sé litin alvarlegum augum, enda hafi hún verið gróf og alvarleg. Árásin átti sér stað í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni.
Enginn hefur verið yfirheyrður vegna árásarinnar en rannsókn málsins er í fullum gangi.