Alvarleg líkamsárás á Litla-Hrauni

Litla-Hraun. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Skömmu fyrir klukkan 14 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um að fangi í fangelsinu á Litla-Hrauni hefði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu annars fanga.

Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang og var sá er fyrir árásinni varð fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Samkvæmt heimildum Vísis er hann þungt haldinn.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og verða frekari upplýsingar um málið ekki veittar að sinni.

Fyrri greinSindri og Ingimar sigla skútunni með Luba
Næsta greinBrúin verður byggð í Árborg