Almenningssamgöngur stýra taprekstri SASS

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls var um 11 milljón króna tap á rekstri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga árið 2018. Drög að ársreikningi samtakanna voru kynnt á síðasta stjórnarfundi.

Skýringin á tapinu er tap á rekstri almenningssamgangna sem var ríflega 36 milljónir króna og er það tap óuppgert af hálfu Vegagerðarinnar fyrir hönd ríkisins. Vegagerðin staðfesti við SASS í lok desember að uppsafnað tap á rekstri almenningssamgangna yrði greitt upp.

Af öðrum gjaldaliðum SASS má nefna að lífeyrisskuldbindingar samtakanna lækkuðu milli ára um 1,6 milljónir króna. Samkvæmt efnahagsreikningi er bókfært eigið fé neikvætt um 38,5 milljónir króna í lok ársins.

Fyrri greinAllt í járnum í Árbænum
Næsta greinSumarlestur er mikilvægur