Almenn umferð áfram bönnuð nærri eldstöðinni

Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni. Bannsvæðið nær yfir Eyjafjallajökul og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul.

Einnig er vegurinn í Þórsmörk lokaður allri umferð. Fólk er beðið um að virða þessar lokanir. Nýtt kort af bannsvæðinu fylgir þessari frétt og er hægt að smella á myndina til að sjá hana stærri.

Vill lögreglan á Hvolsvelli koma því á framfæri að þegar ekið er undir Eyjafjöllum er mælt með að ýtt sé á hringrásarhnapp miðstöðvakerfis bílsins, þá berst síður aska inn í ökutækið.

Fyrri greinÖskufjúk á Rangárvöllum
Næsta greinÖskufallsspá í dag