Almar Yngvi fannst látinn

Almar Yngvi Garðarsson, sem leitað hafði verið að síðan í gær, fannst látinn í kvöld. Hann var 29 ára og lætur eftir sig sambýliskonu og einn son.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Víðtæk leit hafði staðið yfir að Almari í dag, meðal annars í Árnessýslu. Bifreið hans fannst í Óseyrarhöfn í Hafnarfirði í kvöld. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Aðstandendur Almars Yngva vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við leitina.

Fyrri greinFasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkar í Rangárþingi ytra
Næsta greinFluttur í fangelsi eftir akstur undir áhrifum