Almar kaupir Hverabakarí

Eigendur Hverabakarís og Almarsbakarís hafa komist að samkomulagi á kaupum þess síðarnefnda á Hverabakaríi. Í samtali við Sunnlenska sagði Almar bakari að ekki sé búið að ganga fullkomlega frá kaupunum en ráðgert sé að gera það um áramót.

Kaupin hafi haft sinn aðdraganda og einungis eigi eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Fyrir starfrækir Almar eitt bakarí í Hveragerði, annað í Þorlákshöfn og hið þriðja á Selfossi. Almar hyggur á breytingar á næstunni á bakaríi sínu og konditorí á Selfossi.

Fyrri greinFSu elti Val eins og skugginn
Næsta greinÓloft sunnanlands