Almar bakari lokar á Flúðum

Almarsbakarí á Flúðum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Almar bakari lokar bakaríinu og kaffihúsinu á Flúðum núna um mánaðamótin en síðasti opnunardagurinn þar er í dag.

Í samtali við sunnlenska.is segir Almar Þór Þorgeirsson að það sé leitt að þau þurfi að loka en reksturinn á Flúðum standi einfaldlega ekki undir sér.

Almar bakari rekur nú bakarí og kaffihús á þremur stöðum á Suðurlandi, í Hveragerði, á Selfossi og Hellu.

Fyrri greinÞrír Sunnlendingar fengu afreks- og hvatningarstyrk frá HÍ
Næsta greinRagnarsmót kvenna hefst í dag