Almannavarnir: Lokið gluggum og hækkið hitann

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir þeim tilmælum til íbúa í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýsla að loka gluggum og kynda hús sín.

Sjálfvirkur loftgæðamælir á Leirubakka í Landsveit var kominn yfir 2.000 míkrógrömm á rúmmetra um kl. 16 en þannig skilyrði eru óholl fyrir fólk. Mæligildin féllu nokkuð hratt í kjölfarið og um kl. 17:30 voru loftgæðin orðin sæmileg aftur.

Almenningur er hvattur til þess að fylgjast vel með loftgæðum og kynna sér upplýsingar Umhverfisstofnunar á síðu almannavarna.

Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum má finna hér á vef Landlæknis.

Fyrri greinEfla og Studio Granda áttu vinningstillöguna
Næsta greinFjölmenni á haustfundi á Þingborg