Allt upp á tíu í Suðurkjördæmi

Frá endurtalningunni í FSu í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi er lokið og leiddi hún í ljós sömu niðurstöðu og fyrri talning – upp á atkvæði.

Þórir Har­alds­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Suður­kjör­dæmi, staðfesti þetta í samtali við mbl.is nú um miðnættið.

Talning hófst kl. 19:00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og þegar sunnlenska.is leit við þar í kvöld var góður gangur í talningunni að sögn Þóris – og allt upp á tíu, eins og raunin varð þegar talningu var lokið.

Þórir Har­alds­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Suður­kjör­dæmi, á talningarstað í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Endurtelja þurfti 30.381 atkvæði í Suðurkjördæmi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinFljúgandi furðuhlutur yfir Suðurlandi
Næsta greinKvenfélag Skeiðahrepps gaf Leikholti veglega gjöf