Allt tiltækt lið kallað út vegna rútuslyss

Allir tiltækir viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna rútuslyss sem varð ofan við Öxará á Þingvöllum laust fyrir klukkan tvö í dag.

Auk lögreglu og sjúkraliðs hafa klippubílar Brunavarna Árnessýslu á Selfossi og Laugarvatni verið kallaðir út. Þá hefur verið kallað eftir liðsauka frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi hafa ekki borist neinar upplýsingar um alvarleg slys á fólki en talið er að um 45 manns séu í rútunni sem fór á hliðina utan vegar.

UPPFÆRT KL. 14:14

Fyrri greinAlvarleg líkamsárás í Reykjaskógi – Geysisræninginn enn á ferðinni
Næsta greinMinniháttar meiðsli í rútuslysinu