Allt stopp í Kömbunum

Úr vefmyndavél.

Löng bílaröð er nú niður Kambana vegna umferðaróhapps sem varð við hringtorgið í Hveragerði eftir hádegi í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi er um að ræða þriggja bíla árekstur en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Vegurinn er ekki lokaður en umferðin gegngur mjög hægt.

Lögreglu- og sjúkrabílar eru á staðnum og ekki er ljóst á þessarri stundu hvenær opnað verður fyrir umferð aftur.

 

Fyrri greinUnglingalandsmótinu á Selfossi frestað annað árið í röð
Næsta greinSætt sigurmark í uppbótartíma