Allt sorp flokkað í FSu

Í síðustu viku hófu nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlands að flokka allt sorp skólans á markvissan hátt.

Búið er að stilla upp flokkunartunnum í öllum byggingum skólans en í síðustu viku fengu nemendur og starfsfólk skólans fyrirlestur um það hvernig sorp er flokkað og af hverju. Gunnar Pálsson ráðgjafi á umhverfissviði Íslenska gámafélagsins annaðist fræðsluna.

Tunnurnar skiptast í þrennt, gult fyrir lífrænt sorp, grænt fyrir skilaskyldar umbúðir og rautt fyrir almennt sorp. Einnig hefur pappakössum fyrir pappír verið komið fyrir í öllum kennslustofum.

Fyrri greinÞór mætir Keflavík í kvöld
Næsta greinKrakkaborg lokað vegna myglusvepps