Allt of seinn á hótelið á 164 km/klst hraða

Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl var stöðvaður seint í gærkvöldi á Suðurlandsvegi í Eldhrauni skammt vestan Kirkjubæjarklausturs en hann mældist á 164 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst á klst.

Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum en sektargerð verður gerð vegna málsins.

Ökumaðurinn gaf þá skýringu á ökuhraða sínum að hann væri orðinn alltof seinn á hótelið þar sem hann og ferðafélagi hans höfðu pantað næturgistingu. Farþegi bifreiðarinnar var með gild ökuréttindi og gat því tekið við akstri bifreiðarinnar.

Örfáum mínútum áður hafði annar erlendur ferðamaður verið stöðvaður á sama vegarkafla á 140 km/klst á klst.

Fyrri greinSjö verkefni fengu styrk úr Kvískerjasjóði
Næsta greinUmferð veitt um hjáleið í Ölfusinu