„Allt í toppstandi hjá okkur“

Sundlaugin Laugaskarði. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Hvergerðingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að sundlauginni þeirra verði lokað vegna kulda og því er tilvalið fyrir sundþyrsta Sunnlendinga að skella sér í sund í Laugaskarði um helgina.

Sunnlenska.is greindi frá því í gær að útisvæði Sundhallar Selfoss hefði verið lokað vegna kulda og heitavatnsskorts og það sama á við um sundlaugarnar á Laugalandi, Hellu og Hvolsvelli og einnig í Ölfusi.

„Það hefur mikið verið talað um að laugar hafi þurft að takmarka heitavatnsnotkun og þurft að loka eða að fækka opnum laugum. Við í Hveragerði höfum stundum þurft að bregðast við þegar gufuveita okkar hefur brugðist en nú er allt í toppstandi hjá okkur,“ sagði Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar, í samtali við sunnlenska.is.

Það eru sem sagt allar laugar í sundlauginni Laugaskarði heitar og notalegar í kuldanum og opið um helgina frá kl. 10:00 – 17:30.

Fyrri greinÁbyrg ferðahegðun
Næsta greinNý gönguskíðabraut á Laugarvatnsvöllum