Allt hættusvæðið rýmt

Þar sem yfirgnæfandi líkur eru taldar á eldgosi í suðvestanverðum Eyjafjallajökli hefur verið ákveðið að rýma öll skilgreind hættusvæði nú þegar.

Íbúar í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum eru beðnir að fara í fjöldahjálparstöð og skrá sig þar.

Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Grunnskólanum á Hvolsvelli til viðbótar við fjöldahjálparstöðvar á Heimalandi, Varmahlíð og Drangshlíð.

Þjóðvegur 1 er núna lokaður við Skeiðavegamót og alveg austur að Skógum.

Fyrri greinVaxandi órói bendir til eldgoss
Næsta greinEkkert skyggni á svæðinu