Allt bendir til stækkunar HSu

Ef að líkum lætur munu framkvæmdir hefjast við stækkun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi strax í haust.

Búið er að samþykkja tillögur arkitekts um hvernig byggingin muni líta út. Bæjaryfirvöld í Árborg munu að því er heimildir herma reyna að hraða deiliskipulagi svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir sem fyrst.

Búið er að áfangaskipta verkefninu til þriggja ára en áætlaður heildarkostnaður mun vera um 1,1 milljarður króna.

Samkvæmt teikningum verður byggð hæð ofan á eldri hluta núverandi húsnæðis og gerð gjörbreyting á bráðamóttöku stonunarinnar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinAkið varlega um vinnusvæðið
Næsta greinKaþólsku kirkjunni veitt vilyrði fyrir lóð