Allt á kafi í Svínahrauninu

Sumir bílanna eru bókstaflega á kafi í snjón. Ljósmynd/Grétar Einarsson

Enn eru tugir bíla fastir í snjó á Þrengslavegi og í Svínahrauni og ljóst að það mun taka langan tíma að greiða úr flækjunni.

Gríðarlega mikill snjór hefur safnast fyrir á veginum og eru nokkrir fólksbílar í röðinni bókstaflega á kafi í snjó.

Vegurinn lokaðist á fimmta tímanum í gær og sátu ökumenn og farþegar í langri bílaröð í nokkra klukkutíma, áður en björgunarsveitir komust á staðinn og fluttu fólk í fjöldahjálparmiðstöðvar Rauða krossins í Þorlákshöfn og Hellisheiðarvirkjun.

Hellisheiðin er einnig lokuð og á næst að athuga með opnun á henni klukkan 16. Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og hluti Þingvallavegar eru einnig lokuð.

Það mun taka langa stund að losa bílana í röðinni á Þrengslavegi. Ljósmynd/Grétar Einarsson
Fyrri greinStórtjón í Jarðaberjalandi
Næsta greinUnnið að viðgerð á Selfosslínu 1