Allt á kafi í snjó í Gunnarsholti

Miklum snjó hefur kyngt niður í Gunnarsholti og voru bílastæðin við starfsstöðvar Landgræðslu ríkisins nánast orðin ófær, áður en vélamenn gripu til sinna ráða.

Snjórinn hefur hins vegar glatt skíðagöngumenn í Gunnarholti.

Á Facebooksíðu Landgræðslunnar er haft eftir „elstu mönnum“ að það þyrfti að fara aftur um ein 20 ár til að finna sambærilegan snjóavetur.

Fyrri grein„Ekki láta pirring eða reiði bitna á starfsfólkinu“
Næsta greinÁtta til tíu bíla árekstur við Litlu kaffistofuna