Allt á floti í Mýrdalnum

Síðustu daga hefur gert kröftugar síðdegisskúrir víða á Suðurlandi en í gær skilaði hálftíma skúr 9 mm úrkomu í Mýrdalnum.

Þetta kemur fram á bloggi Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, sem upplifði dembuna í Vík. Svo mikið rigndi að allt fór bókstaflega á flot og fólk á tjaldsvæðinu flúði í skjól.

„En svo stytti upp og gerði þessa fínu kvöldkyrrð og ómótstæðilega birtu sem ég þekki einmitt svo vel úr Mýrdalnum,“ segir Einar á bloggi sínu.