Allt á floti á Biskupstungnabraut

Biskupstungabraut er á floti á kafla milli Borgar í Grímsnesi og Svínavatns en svo virðist sem klakastífla hafi myndast í ræsi undir veginum.

Gríðarleg rigning hefur verið á Suðurlandi í dag og snjóbráð því mikil. Verktakar frá Suðurtaki ehf í Grímsnesi vinna nú að því að laga veginn en vegkantarnir hafa skemmst á um 300 metra löngum kafla þar sem vatnið hefur grafið úr veginum.

Ekki hafa orðið nein slys vegna þessa en ökumenn þurfa að fara með öllu að gát á þessu svæði, bæði vegna vatnsins á veginum og vegna starfsmannanna sem eru að vinna við viðgerðir á svæðinu.


sunnlenska.is/Jóhannes Geir Sigurjónsson