Allt að 7.000 laxar á land

Gríðarlega góð netaveiði hefur verið úr Þjórsá það sem af er sumri og telja menn fullvíst að veiðin verði mun betri en á síðasta ári en þá veiddust um 5.000 laxar.

Að sögn Einars H. Haraldssonar, bónda að Urriðafossi í Vilingarholtshreppi, gerir hann ráð fyrir að veiðin verði vel yfir 6.000 laxar og jafnvel nærri 7.000 löxum sem væri þá alger metveiði. Undanfarið hefur sjóbirtingsveiði glæðst en að sögn Einars er hún um 5% af aflanum.

Fyrri greinGlæsigisting í Grímsnesinu
Næsta greinÚtlit fyrir metsumar í ferðaþjónustu