Allir sluppu úr bílveltu

Þrír voru í jepplingi sem valt á Búrfellsvegi fyrir ofan Ásgarð í Grímsnesi í hádeginu í dag.

Bíllinn fór útaf veginum í krappri hægri beygju og hafnaði á hvolfi ofan í grunnu gili.

Tveir farþegar voru í bílnum með ökumanninum og sluppu allir án meiðsla. Bíllinn er töluvert skemmdur.