Allir sluppu ómeiddir úr brennandi rútu

Rútan er gjörónýt eftir brunann. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Stór hópferðabíll er gjörónýtur eftir að eldur kviknaði í honum á Gjábakkavegi laust eftir klukkan 11 í morgun.

Hátt í þrjátíu manns voru í rútunni og sluppu allir út án meiðsla. Neyðarlínan fékk boð um eldinn klukkan 11:07 og sendu Brunavarnir Árnessýslu mannskap á vettvang frá Laugarvatni og Selfossi.

Slökkvistarf gekk vel fyrir sig en mikill eldur var í rútunni þegar að var komið. Einnig kviknaði eldur í gróðri í vegkantinum og slökkviliðsmenn þurftu einnig að bregðast við olíuleka frá rútunni en það gekk vel og varð minniháttar mengun af völdum olíunnar en rútan var stödd innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Fyrri greinMotocrossfólk í loftköstum á nýrri braut við Hellu
Næsta greinÓgnaði fólki með hnífi á Hvolsvelli