Allir með endurskinsmerki

Á dögunum færði Hjálparsveit skáta í Hveragerði öllum börnum á leikskólum í Hveragerði og á yngsta stigi í Grunnskólans í Hveragerði endurskinsmerki.

Alls voru gefin 250 merki. Börnin voru frædd um hversu mikilvægt er að vera með endurskinsmerki og að þau sjáist vel í umferðinni nú þegar myrkrið ræður ríkjum.

Hjálparsveitin hefur gefið börnum í Hveragerði endurskinsmerki á hverju ári undanfarin ár.

Fyrri greinGildran á 800Bar
Næsta greinSvakalegar lokamínútur í Hveragerði