Allir í bað í kvöld!

Heitavatnslaust verður í öllu sveitarfélaginu Árborg á morgun, þriðjudag.

Unnið verður við tengingu á stofnæð á þriðjudag og því verður heitavatnslaust frá kl. 8:00 og fram eftir degi.

Í samtali við sunnlenska.is sagði Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs að verið sé að auka afhendingaröryggi hitaveitunnar með því að útbúa framhjáhlaup á stofnæðina. „Með því verður mögulegt að dæla beint frá borholusvæðunum inn á dreifikerfi hitaveitunnar og þannig mögulegt að sinna viðhaldi á miðlunartankinum og dælustöðinni án þess að loka fyrir hita inn á dreifikerfið,“ segir Guðmundur.

Af þessum völdum verða sundlaugarnar á Selfossi og Stokkseyri lokaðar en þær munu opna á hefðbundnum tíma á miðvikudag.

Fyrri greinÁrbær og Æskukot hlutu styrk
Næsta greinValur – Selfoss 2-1