Allir hjólbarðarnir eyðilagðir

Stungið var á alla fjóra hjólbarða bíls sem stóð á bílastæði við Álftarima 9 á Selfossi um helgina.

Skemmdarverkið átti sér stað á tímabilinu frá kl. 16 á laugardag til kl. 12 á sunnudag.

Allir hjólbarðarnir eru ónýtir eftir atvikið. Lögregla leitar upplýsinga um þann sem var að verki og þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir að hafa samband í síma 480 1010.

Þá var brotin rúða á framhlið verslunar Stillingar á Eyravegi 29 á Selfossi um helgina. Engar vísbendingar eru um hver braut rúðuna og eru allar upplýsingar vel þegnar.