Allar rúður í bílnum brotnar

Björgunarsveitin Kári í Öræfum er nú á leið á Skeiðarársand eftir að beiðni barst frá erlendum ferðamönnum sem eru á ferð um Skeiðarársand.

Þar er nú mjög slæmt veður og allar rúður í bíl þeirra brotnar.

Á sama tíma var Björgunarfélagið á Höfn kallað út, líka vegna erlendra ferðalanga, sem tilkynntu að þeir sætu fastir í bíl sínum í á við Hoffell. Þegar björgunarsveitin kom á staðinn var bíllinn mannlaus úti í ánni. Við eftirgrennslan kom í ljós að fólkið var komið í skjól á bæ í nágrenninu.

UPPFÆRT KL. 18:38

Fyrri greinFSu hlaut Gulleplið
Næsta greinAldís og Ísólfur Gylfi í nýrri stjórn