Allar leiðir opnar

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er búið að opna Hellisheiði og aðra þjóðvegi á Suðurlandi.

UPPFÆRT KL. 15:45: Búið er að opna Sandskeið og um Þrengsli en þar eru hálkublettir og óveður. Áfram er lokað á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Í uppsveitum Suðurlands er hálka eða hálkublettir, þjóðvegur 1 er greiðfær frá Hveragerði að Hvolsvelli.

UPPFÆRT KL. 18:05: Lokað er frá Kirkjubæjarklaustri í Jökulsárlón annars er snjóþekja og hálkublettir með Suðausturströndinni.

UPPFÆRT KL. 20:51: Hálkublettir eru á Hellisheiði en greiðfært er um Sandskeið og Þrengsli. Eitthvað er um hálkubletti, snjóþekju eða krapa á Suðurlandi. Á Suðausturlandi er snjóþekja mjög víða og eitthvað um éljagang.