Allar björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna vélsleðaslyss

Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um sex manns á þremur vélsleðum sem höfðu ekið fram af snjóhengju við Jarlhettur.

Fjórir slösuðust í slysinu en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út vegna slyssins.

Fyrri greinFjórtán milljón króna miði á Selfossi
Næsta greinÞrír fluttir með þyrlu á slysadeild