Allar aðalleiðir lokaðar

Hellisheiði, Þrengslum, Suðurstrandarvegi og Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Það sama gildir um Lyngdalsheiði, Eyrarbakkaveg og Suðurlandsveg milli Selfoss og Hellu.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi frá því klukkan 8:15 í morgun og fram að hádegi. Austan hvassviðri, 15-20 m/sek með snjókomu og skafrenningi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að ekkert ferðaveður sé á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Vegfarendur eru beðnir um að fresta öllum ferðum um Suðvesturland og Suðurland fram yfir hádegi. Reiknað er með opnunum vega í hádeginu eða fljótlega eftir hádegi.

UPPFÆRT 11:49: Búið er að opna Eyrarbakkaveg, Þorlákshafnarveg og Suðurlandsveg milli Selfoss og Hellu.

UPPFÆRT 12:45: Þrengslin eru opin.

UPPFÆRT 14:00: Búið er að opna allar helstu leiðir.

Fyrri greinFlugvélin er fundin
Næsta greinBjörgunarsveitir óku heilbrigðisstarfsfólki til vinnu