Alhvít jörð í Tungunum

Alhvít jörð er víða í Biskupstungum en snjóað hefur frá því fyrir hádegi efst í Laugardal og austureftir upp í Haukadal.

Lesendur hafa sent sunnlenska.is myndir af snjónum og, að því er virðist, fallegum degi í uppsveitunum. Talsvert hefur snjóað – og snjóar enn.

Einnig hefur snjóað á Hellisheiði og Lyngdalsheiði, en þar er hægur vindur og ágætar aðstæður til aksturs. Hálkublettir á Nesjavallavegi.

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan 3-8 m/sek fram yfir miðnætti, skúrir eða slydduél í dag, en úrkomulítið með kvöldinu. Gengur í suðaustan 15-20 m/sek með rigningu í fyrramálið, en snýst í sunnan 8-13 m/sek með skúrum síðdegis. Hiti 3 til 8 stig, en næturfrosti til landsins.


Í Haukadal eftir hádegi í dag. Og þar snjóar enn. sunnlenska.is/Þorsteinn Þór Eyvindsson