Algeng virkni í Mýrdalsjökli

Á Laugaveginum. Horft suður að Álftavatni, Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn. Ljósmynd Ⓒ Mats Wibe Lund

Í dag hafa níu jarðskjálftar mælst í Mýrdalsjökli, þar af mældust sjö þeirra uppúr klukkan hálf átta í kvöld. Stærsti skjálftinn var 2,6 að stærð og varð kl. 19:33.

Skjálftarnir eru á stærðarbilinu 1,5 til 2,6 og eru upptök þeirra austarlega í Kötluöskjunni, á 0,1 til 1,8 km dýpi. Í tilkynningu frá vakthafandi jarðvísindamanni á Veðurstofunni segir að svona jarðskjálftavirkni sé tiltölulega algeng í Mýrdalsjökli. Svipuð virkni, þó með stærri skjálftum yfir 3 að stærð, varð síðast í nóvember og desember í fyrra.

Náttúruvárvakt Veðurstofunnar fylgist áfram með stöðunni í Mýrdalsjökli.

Fyrri greinUngmennaliðin höfðu sætaskipti
Næsta greinSkrifað undir leigusamning á Fossi og Árbæ