Álft kveikti sinueld

Eldur kom upp í sinu skammt frá Prestbakka á Síðu á föstudag. Slökkvilið var kallað út og var á leiðinni þegar afturköllun barst em heimamenn höfðu þá slökkt eldinn.

Þegar leitað var að upptökum eldsins kom í ljós að álft hafði flogið á raflínu og neistaflug komist í sinuna og eldur kviknað. Bruninn náði yfir um hálfan hektara.

Eins og sunnlenska.is hefur greint frá voru tvö útköll vegna sinubruna hjá slökkviliði BÁ á Selfossi um helgina. Sinueldur kviknaði norðan við Eyrarbakka á laugardag og fór um hálfan hektara. Að kvöldi laugardags var slökkvilið kallað út til að slökkava eld í gróðri á opnu svæði við íþróttavöllinn á Selfossi.

Fyrri greinHestur sparkaði í kviðinn á barni
Næsta greinDagbók lögreglu: Ökuskírteinið klippt hjá Kóreumanni