Álfheimar fá 3 milljón króna styrk

Leikskólinn Álfheimar á Selfossi. Ljósmynd/Aðsend

Leikskólinn Álfheimar á Selfossi hlaut á dögunum styrk frá styrkjaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+. Styrkupphæðin er rúmlega 3 milljónir króna sem gerir skólanum kleift að senda allt að tíu manns erlendis á vikulangt námskeið í útikennslu.

Á námskeiðinu munu þátttakendur fá fræðslu í hugmyndafræðinni að baki útikennslu, auk þess að efla færni sína í skipulagningu og framkvæmd á útikennslu með börnum.

Þátttakendur koma úr fjölbreyttum hópi starfsfólks hvað varðar aldur, menntun og menningarlegan bakgrunn.

Að sögn Soffíu Guðrúnar Kjartansdóttur, sérgreinastjóra útikennslu, er tilgangur verkefnisins að styrkja útikennslu og umhverfismennt á Álfheimum en þessir þættir hafa verið flaggskip starfsins í skólanum um árabil.

Vinnuborð í útikennslu. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinHákon bjargaði stigi fyrir Stokkseyri
Næsta greinFerðamenn skripla á klöpp undir fossinum