Álfheiður vill leiða lista Pírata í Suðurkjördæmi

Álfheiður Eymarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í kjördæminu í komandi Alþingiskosningum.

Álfheiður er fædd á Höfn í Hornafirði en er nú búsett á Selfossi og hefur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum þar. Hún er menntaður stjórnmálafræðingur, situr í stjórn RARIK og hefur m.a. starfað sem embættismaður hjá Reykjavíkurborg og rekið eigin fiskverkunar- og úflutningsfyrirtæki.

Hún hefur verið varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili fyrir Smára McCarthy og hefur sem slík sest sjö sinnum á þing á kjörtímabilinu.

Skráning í prófkjör Pírata stendur yfir til 3. mars, en þann dag hefst jafnframt prófkjörið sjálft á kosningavef Pírata.

 

Fyrri grein22 í einangrun á Suðurlandi
Næsta greinSnorri bauð lægst í færanlegar kennslustofur