Álfheiður leiðir Pírata í Suðurkjördæmi

Álfheiður Eymarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur á Selfossi, sigraði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Prófkjörinu lauk kl. 16 í dag og voru úrslitin birt rúmum tuttugu mínútum síðar.

Álfheiður hefur verið varaþingmaður Pírata á yfirstandandi kjörtímabili, en Smári McCarthy núverandi oddviti Pírata í Suðurkjördæmi gaf ekki kost á sér í prófkjörinu.

Önnur í prófkjörinu varð Lind Völundardóttir, framhaldsskólakennari á Höfn í Hornafirði. Þar á eftir komu Hrafnkell Brimar Hallmundsson í 3. sæti, Eyþór Máni Steinþórsson í 4. sæti og Guðmundur Arnar Guðmundsson í 5. sæti.

Fyrri greinFjórða lag Moskvít komið á streymisveitur
Næsta greinTokic afgreiddi Stjörnuna