Álfheiður leiðir Áfram Árborg

Hluti frambjóðenda Áfram Árborg. Ljósmynd/Aðsend

Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, leiðir Á-lista bæjarmálafélagsins Áfram Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á-listinn er listi Pírata, Viðreisnar og óháðra.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að listinn samanstandi af öflugu fólki sem vill leggja sig fram um að þjónusta íbúa Árborgar sem best og hefur hugrekki og framsýni til þess að gera það sem þarf.

Listinn er þannig skipaður:
1. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
2. Axel Sigurðsson, matvælafræðingur
3. Dagbjört Harðardóttir, forstöðukona
4. Ástrós Rut Sigurðardóttir, atvinnurekandi
5. Daníel Leó Ólason, raforkuverkfræðingur
6. Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, deildarstjóri
7. Ragnheiður Pálsdóttir, háskólanemi
8. Óli Kristján Ármannsson, ráðgjafi og blaðamaður
9. Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri
10. Halla Ósk Heiðmarsdóttir, háskólanemi
11. Berglind Björgvinsdóttir, deildarstjóri í leikskóla
12. Arnar Þór Skúlason, matvælafræðingur
13. Lieselot Simoen, leikskólastjóri
14. Mábil Þöll Guðnadóttir, stuðningsfulltrúi
15. Davíð Geir Jónasson, atvinnurekandi
16. Ása Hildur Eggertsdóttir, nemi
17. Sigdís Erla Ragnarsdóttir, frístundaráðgjafi
18. Sjöfn Þórarinsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur
19. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
20. Kristinn Eggert Ágústsson, deildarstjóri
21. Gunnar Páll Pálsson, verkefnastjóri
22. Ingunn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri

Fyrri greinÞ-listinn býður fram í Bláskógabyggð
Næsta greinStóri Plokkdagurinn 24. apríl, vertu með!