Alelda hús í Suður-Hvammi

Björgunarsveitin Víkverji frá Vík í Mýrdal var kölluð út nú á þriðja tímanum til að aðstoða slökkvilið við eldsvoða í húsi í Suður-Hvammi í Mýrdal.

Um er að ræða íbúðarhús á eyðibýli sem nýtt er sem sumarbústaður. Húsið er alelda en allt tiltækt lið berst við að ná tökum á eldinum.

Fyrri greinFallegasta peysan kom frá Gallerý Gimli
Næsta greinHúsið í Suður-Hvammi stórskemmt