Aldraðir ferðamenn slösuðust í bílveltu

sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Tvennt slasaðist í bílveltu á Skeiðavegi um klukkan átta í gærkvöldi. Um var að ræða aldraða ferðamenn, mann og konu, sem flutt voru á sjúkrahús í Reykjavík.

Fólkið hlaut höfuðmeiðsl og áverka á brjóst­kassa en var með meðvit­und þegar viðbragðsaðilar komu á vett­vang.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir lögreglunni á Suðurlandi að fólkinu hafi verið mjög brugðið og verið illa áttað eft­ir slysið.

Til­drög slyss­ins eru enn ókunn en til rann­sókn­ar er hvort ökumaður hafi sofnað und­ir stýri eða hann átt við lík­am­leg veik­indi að stríða. Aðstæður á slysstað voru góðar.

Fyrri greinGestirnir röðuðu sér í efstu sætin
Næsta greinEitt mark dugði Þrótturum