Aldís ráðin sveitarstjóri í Hrunamannahreppi

Aldís Hafsteinsdóttir.

Aldís Hafsteinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Hveragerði, er væntanlegur sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni í kvöld. D-listinn sigraði í kosningunum í Hrunamannahreppi með 55,17% atkvæða og þrjá menn kjörna en listinn var í minnihluta á síðasta kjörtímabili.

„Eins og flestir vita hefur [Aldís] gegnt stöðu bæjarstjóra Hveragerðis síðastliðin 16 ár og er sitjandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það er því mikill kostur að fá til liðs við okkur slíkan reynslubolta á sveitarstjórnarstiginu,“ segir í tilkynningu D-listans.

„Það eru áskoranir framundan hjá sveitarfélaginu, uppbygging og sjáanleg ör íbúaþróun en á sama tíma verðbólga og háir vextir. Það var því mat okkar að fyrsti kostur væri að ræða við Aldísi og auglýsa ekki stöðu sveitastjóra ef þessi kostur gæfist.“

Fyrri greinTinna Sigurrós áfram á Selfossi
Næsta greinMark Írisar dugði ekki til