Aldís orðuð við varaformanninn

„Þetta hefur svo sem verið orðað við mig, en ég hef alls ekki hugleitt slíkt,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.

Nafn Aldísar hefur verið nefnt í umræðunni um framboð til varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

„Verkefni dagsins eru sveitarstjórnarkosningarnar framundan. Í Hveragerði hef ég verk að vinna næstu fjögur árin,” sagði Aldís í samtali við Sunnlenska. Ákveðið hefur verið að landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn dagana 25.-26. júní.