Aldís og Ísólfur Gylfi í nýrri stjórn

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra voru á dögunum kosin í nýja stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á þingi sambandsins á Akureyri.

Aldís hefur setið í stjórninni frá 2007 en Ísólfur Gylfi er nýr í stjórninni. Á þinginu var Halldór Halldórsson endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en hann hefur verið formaður sambandsins frá árinu.

Fyrri greinAllar rúður í bílnum brotnar
Næsta greinVon á gasmengun í uppsveitum og á hálendinu