Aldingarður æskunnar opnaður á Sólheimum

Aldingarður æskunnar á Sólheimum í Grímsnesi verður formlega opnaður laugardaginn 29. ágúst kl 11:30. Aldingarðurinn er samstarfsverkefni Ávaxtaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Sólheima.

Verkefninu Aldingarður æskunnar var fyrst hrint formlega af stað í landi Steinahlíðar við Suðurlandsbraut í Reykjavík árið 2014 og er það samstarfsverkefni Barnavinafélagsins Sumargjafar og Garðyrkjufélags Íslands.

Tilgangur verkefnisins er að efla vitund og virðingu ungra barna og fjöldskyldum þeirra á ræktun ávaxtatrjáa og berjarunna með því skapa fallegan trjáreit með algjöra sérstöðu.

Þá verður formlega hleypt af stokkunum yrkissafni ávaxtatrjáa með gróðursetningu valinna ávaxtatrjáa. Tilgangurinn með þessu verkefni er að safna á einum stað tegundum og yrkjum ávaxtatrjáa til varðveislu og rannsókna og efla áhuga og þekkingu áhugasamra ræktenda á mismunandi tegundum og yrkjum.

Yrkissafnið er samstarfsverkefni Ávaxtaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Sólheima.

Fyrri greinFátt um færi hjá Selfyssingum
Næsta greinDaði Freyr gefur út sólóplötu sem Mixophrygian