Álagningarprósentan verður lækkuð í Árborg

Húsbygging í Björkurstykki á Selfossi. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Nýr bæjarstjórnarmeirihluti D-listans í Árborg ætlar að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda í ljósi hækkunar á fasteignamati í sveitarfélaginu.

Í tilkynningu frá bæjarfulltrúum D-listans segir að hækkun á fasteignamati muni hafa í för með sér umtalsverða hækkun á fasteignagjöldum einstaklinga og fyrirtækja árið 2023. Bæjarstjórn Árborgar mun koma til móts við íbúa með lækkun álagningarprósentunnar.

„Lækkunin verður tekin fyrir í fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins í haust enda hefur fasteignamatshækkunin ekki áhrif fyrr en við álagningu árið 2023. Ákvörðun um lækkun álagningarprósentu er til þess fallin að milda hækkun á útgjöldum heimila og fyrirtækja en útfærslan verður unnin nánar í haust við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023,“ segir í tilkynningu bæjarfulltrúa D-listans.

Fyrri greinHaldið upp á sjómannadaginn á Eyrarbakka
Næsta greinLöggan rann á lyktina