Alþjóðleg ráðstefna á Selfossi

Jarðvegseyðing, eyðing skóga, votlendis og annarra lykilvistkerfa er eitt af stærstu vandamálum heimsins.

Þetta hefur neikvæð áhrif á matvælaöryggi, vatnsbúskap, líffræðilegan fjölbreytileika og veldur aukningu á gróðurhúsalofttegundum í andrúmslofti.

Brýnt er að snúa þessari þróun við með því að byggja upp að nýju vistkerfi sem hafa glatast.

Á morgun, fimmtudag, hefst alþjóðleg ráðstefna á Selfossi um vistheimt á norðurslóðum. Leiðandi vísindamenn munu þar flytja erindi um m.a. endurheimt dýrastofna, votlendis og skóglendis.

Ráðstefnan stendur fram á laugardag og er opin öllum. Nánari upplýsingar og skráning er á www.reno.is

Fyrri greinTapar 7,5 milljónum á bíómynd
Næsta greinSest verður niður með fulltrúum OR