Alþýðufylkingin fundar á Selfossi

Alþýðufylkingin heldur fund á Kaffi krús á Selfossi í kvöld, þriðjudagskvöld 17. nóvember kl. 20. Þorvaldur Þorvaldsson og Vésteinn Valgarðsson skýra stefnu flokksins og afstöðu til brýnna mála samtímans og taka þátt í umræðum.

Alþýðufylkingin var stofnuð í ársbyrjun 2013 og bauð fram í Reykjavíkurkjördæmum í Alþingiskosningunum það ár og í borgarstjórnarkosningunum árið eftir. Flokkurinn stefnir nú að framboði í öllum kjördæmum í næstu kosningum og vill þannig tryggja að vinstrivalkostur verði í boði.

Stefna Alþýðufylkingarinnar byggir á því að auka beri vægi félagslegra lausna í hagkerfinu og í samfélaginu á kostnað markaðsvæðingar. Það sé frumskilyrði fyrir auknum jöfnuði og farsæld. Á fundinum verður fjallað um framtíðarsýn flokksins og leiðir að henni, en einnig hlustað á sjónarmið fundarmanna.

Allir áhugasamir eru velkomnir.

Fyrri greinEitt Íslandsmet og níu HSK met sett á Gaflaranum
Næsta greinNýtt ungmennafélag í Flóahreppi