Ákvörðun refsingar frestað

Sautján ára piltur var sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í gær.

Pilturinn var ákærður fyrir að hafa nefbrotið mann með hnefahöggi fyrir utan 800Bar á Selfossi í maí í fyrra.

Hann játaði brot sitt og þar eð hann var einungis sextán ára þegar brotið var framið var ákvörðun refsingar frestað en hún verður felld niður haldi pilturinn skilorð í tvö ár. Honum var gert að greiða rúmar 100 þúsund krónur í sakarkostnað og málsvarnarlaun.

Fyrri greinOrkufyrirtæki hætti að berjast við vindmyllur
Næsta greinLeitin að gullinu